Þriðji maí 1808

Í gær horfði ég á prýðisgóða heimildarmynd um málverkið Þriðja maí eftir Goya. Þar var mikið drepið á því hversu dínamískt verkið er. Það verður varla annað sagt en það sé rétt. Skoðið þetta, spáið í það. Verkið ætti að geta talað sínu máli sjálft. Óþarfi að ég eyði meira púðri í persónubundin túlkunaratriði.

Hér er annars umfjöllun um verkið.

Hér er svo umfjöllun um atburðina sem liggja að baki verkinu. Skilningur er háður þekkingu.

Ég er ekki búinn að lesa greinarnar svo ég veit ekki hvort þær eru ömurlegar.

2 thoughts on “Þriðji maí 1808”

  1. Þetta er vægast sagt magnað. Í raun svo magnað að ég finn ekki réttu orðin yfir það. Veistu hvar það er geymt? Ég verð að gera mér pílagrímsferð til að sjá það. Ég mæli með verkinu „Dark Night Of The Soul“ eftir Ana Maria Pacheco. Það er einnig mjög myrkt og dýnamískt verk, titillinn lýsir verkinu vel.

Lokað er á athugasemdir.