Latur

Hrach! Þetta er eitt þessara kvölda sem ég varla veit hvað ég á að gera af sjálfum mér. Ég vil ekki sofa, vil lesa en nenni því ekki, myndi ekki bæra hendi á móti mat en nenni ekki að útbúa hann, langar í te – kannski ég láti það eftir mér, kannski ekki. Já, það er erfitt líf að vera vesturlandabúi og hafa alla þessa valkosti en enga nennu til að gera neitt. Guð hvað ég öfunda hungruðu börnin í Afríku. Þau þurfa að minnsta kosti ekki að afsaka hungur sitt með leti.

Fræðatröll (pervers hugtak?)

Ég fann þetta próf hjá Vésteini. Ég ætla að brjóta regluna einu sinni og birta niðurstöðurnar, vegna þess hversu viðeigandi einhverjum gæti fundist þetta.

Fræðatröll

Þú ert vanafastur, tilfinningaríkur innipúki.
Fræðatröllið er forvitið að eðlisfari og er köllun þess í lífinu að komast að sannleikanum. Fræðatröll má gjarnan finna í dimmum skúmaskotum bókasafna þar sem þau rykfalla og sussa á aðra gesti safnsins. Fræðatröllið klæðist gjarnan flaueli – nema þegar það er í tísku. Hringitónninn í síma þess er stefið úr þættinum Nýjasta tækni og vísindi, sem það grætur stöðugt að sé ekki lengur á dagskrá.

Hvaða tröll ert þú?