Óðum

Ég svaf tvo tíma í nótt. Í gærnótt svaf ég fjóra tíma og annað eins nóttina þar á undan. Samt mætti ég á réttum tíma í vinnuna og í skólann klukkan átta í morgun, enda þótt ég ætti ekki að mæta fyrr en kortér í tíu. Ég hef sumsé sofið samanlagt jafnlengi yfir eina helgi og ég kysi að sofa á einni nóttu undir venjulegum kringumstæðum. Og ég er uppþembdur af kaffi. Heilsa mín til anda og líkama sætir því stórsókn beggja vegna vígvallarins.

Óðum snappa ég. Óðum.