Óþolandi

Manni hefnist fyrir að fara fyrr að sofa en ætlað var. Hefði ég farið í háttinn stundvíslega klukkan tíu væri ég álíka vakandi og lík. Þess í stað er ég vakandi í eirðarleysi, óhamingjusamur og dauðþreyttur. Já, manni hefnist.

Ég var sofnaður kortér í tíu, kortéri á undan áætlun. Fimm mínútum síðar vakna ég við háværar samræður þriggja manna fyrir utan húsið mitt. Hafi það ekki eyðilagt allt þá hringir síminn sex mínútum síðar. Ég hef ekki getað sofnað síðan, þrátt fyrir lítinn svefn undanfarið. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á af mér að gera. Gráta kannski?

5 thoughts on "Óþolandi"

 1. Avatar Þorkell skrifar:

  Hvaða vitleysa er þetta. Svefn er bara fyrir aumingja.

 2. Avatar farfuglinn skrifar:

  Svefntöflur? Bjór? Flóuð mjólk?

 3. Avatar Silja skrifar:

  Liggðu bara uppi í rúmi og reyndu að pirra þig ekki á að geta ekki sofnað, það verður vítahringur. Svo hvílistu allavega eitthvað af því að liggja 🙂

 4. Avatar Silja skrifar:

  Og já..kannski minnka kaffidrykkju?

 5. Avatar Arngrímur skrifar:

  Það var ekki kaffið. Þegar ég er vakinn eftir örfárra mínútna svefn heldur líkaminn sig vera úthvíldan næsta klukkutíma eða tvo á eftir.
  Svefntöflur eða önnur hjálpartæki til náttúrlegra athafna mun ég aldrei nota. Gildir þá einu hvort þau eru líkamlega ánetjandi eða ekki. Allt slíkt verður alltaf andlega ánetjandi, hvort sem fólk trúir því eður ei.

Lokað er á athugasemdir.