Örbirgð

Ég sé eymd í hverju horni
í hverjum kima sé ég sorg.
Á göngu sé ég svartstakk
sín vonbrigði bera á torg.

Í augum sérhvers er angist
og eilífðar nístir hvern mein.
Í vondri sem þessari veröld
vér vargbitin stöndum ein.

Í vetrarins húmi þeir hírast
við húsgafl sér orna’ undir feld.
Þeir hafa’ eigi viður né væri
né vonir né hugsjónaeld.

Hverfa mun lífið úr lúkum
ljábitnum manna vors lands.
Því hver geldur þeim fyrir gullið
sem ginnt var af þeim fyrir sand?