Sorglegar fréttir

Hann er víst dáinn, pilturinn sem leitað var að í Öskjuhlíðinni. Tvennt hefur slegið mig varðandi fréttaflutninginn. Fyrir það fyrsta kom mér á óvart að lögregla hóf leit að honum sama sólarhring og hann hvarf. Það er óvanalegt að lögreglan sé svo fljót af stað. Hitt er að í greininni er ekki tiltekið að lögregla muni aðhafast neitt frekar. Undir hefðbundnum kringumstæðum væri störfum lögreglunnar ekki lokið. Fyrir vikið get ég aðeins ímyndað mér eitt sem gæti hafa grandað piltinum.

4 thoughts on “Sorglegar fréttir”

  1. Það er alltaf sorglegt þegar ungt fólk deyr og líka þegar fólk deyr á þennan hátt. Get ímyndað mér að fjölskyldunni líði ekki vel. 🙁

Lokað er á athugasemdir.