Menningarvitinn

Fór á Listasafn Íslands á miðvikudaginn og þaðan rakleiðis á Listasafn Reykjavíkur. Á hinu síðarnefnda sá ég þessa sýningu. Mjög spes, en frekar ógeðfelld. Alls ekki allra að sjá. Er sjálfur ekki viss hvað mér á að finnast um hana.

Á hinu fyrrnefnda sá ég aftur á móti þetta. Sérstaklega þótti mér eitt verkið heillandi, en það var þannig að maður sá sjálfan sig á sýningartjaldi þegar maður gekk inn í salinn, svo fóru af stað upptökur af fólki sem hafði áður skoðað verkið, og spiluðust yfir upptökuna af okkur á tjaldinu. Það var vægast sagt krípí, en töff. Mæli með sýningunni, þó ekki nema væri fyrir þetta eina verk.

Uppfært 29. jan. kl. 15:20:
Andvarp, maður reynir. Það fer pottþétt enginn.

3 thoughts on "Menningarvitinn"

  1. Björn skrifar:

    Þetta hljómar töff.

  2. Ásgeir skrifar:

    Ég er búinn að sjá sýninguna á listasafni Íslands. Mér fannst besta verkið vera „library of subjectivity“ (þar sem maður biður afgreiðslukonuna um að hleypa sér inn í kjallara)

  3. Áttu við sýninguna á „þriðja flokks list“ (eins og hún orðaði það) í geymslunni? Það missti þá greinilega marks hjá okkur. Við höfðum leiðsögumann sem mataði okkur á öllum upplýsingum og fór með okkur þangað nokkurn veginn formálalaust.

Lokað er á athugasemdir.