Dagurinn í dag

Dagurinn í dag markar tímamót á skáldferli mínum. Ekki meira um það í bili.

Eftir ánægjulegan fund er snertir ofangreint fór ég á Túskildingsóperuna með henni móður. Þar er varpað fram spurningunni hvor sé hinn eiginlegi skálkur, klassíski krimminn eða sá sem græðir á óförum annarra. Afar gott leikrit. Ólafur Egill fór á kostum sem endranær.

2 thoughts on "Dagurinn í dag"

  1. Einar Steinn skrifar:

    Langar að fara að skella mér á sýninguna. Kemur mér ekki á óvart að Óli hafi farið á kostum. Maður þekkir hann ekki af öðru. 🙂

  2. Arngrímur skrifar:

    Ég fullyrði að önnur eins tilþrif hef ég ekki séð í íslensku leikhúsi.

Lokað er á athugasemdir.