Sumarið er komið í mig (kannski einum of snemma) en einnig þónokkur þreyta. Engu að síður stend ég fílefldur frammi fyrir ýmsum verkefnum, þó ekki þeim sem tengjast skóla eða vinnu. Ég finn mig fullfæran um að hespa af ritgerðina mína á staðnum en ég hreinlega nenni því ekki. Það var leiðinlegt í vinnunni í dag.
Á mánudaginn ítreka ég umsókn mína til Borgarbókasafnsins. Óli Gneisti bendir á að Casanova hafi verið bókavörður. Það segir meira um gæði starfsins en það segir um Casanova.
Nú sit ég í föðurhúsum (þýðir ekki að senda einhvern til föðurhúsa það sama og að drepa hann?) með það fyrir augum að klára ritgerðina mína (right). Ætli ég endi ekki á að vinna þeim mun meira í ókláruðum skáldskap.