Fasistar og tilvitnun

Það er óþolandi að hafa vitleysu eftir menntuðum málfarsfasistum, sér í lagi þegar hin meinta villa er eldri en það sem þeir töldu rétt. Hvers eigum vér ómenntaðir eiginlega að gjalda? Ómenntað fólk á nefnilega þann vanda til að hlusta á fasista.

Kári Páll Óskarsson er spes náungi. Svo spes raunar að ég ákvað að lesa gamlar bloggfærslur eftir hann. Þar fann ég tilvitnun dagsins:

Ég rölti í frosthörkunni og hlustaði á ókunnugt fólk sjúga uppí nefið, sem er fyrir mér alltaf mest heillandi af árstíðabundinni músík.

Segið svo lýríkin sé dauð!

2 thoughts on “Fasistar og tilvitnun”

Lokað er á athugasemdir.