Gærkvöldið – Draumalandið

Fór upp í Borgarleikhús í gær að hlýða á Andra Snæ og keypti þar nýju bókina hans, Draumalandið. Byrjaði á henni strax í gær, lofar góðu! Í leikhúsinu sá ég bæði Mörð og Valgarð en þeir eru víst ekkert skildir.

Erindið sem Andri flutti var dúndurflott sem væntingar stóðu til, en við Kári og Emil þurftum að rjúka beinustu leið upp á Babalú um leið og hann lauk máli sínu. Þar lásum við auk tveggja stúlkna sem mér er lífsins ómögulegt að muna hvað heita. Bestu flytjendur kvöldsins, að mínu mati, voru Emil og „stelpan með konkretljóðin“ (neyðin kennir …). Sjálfur stóð ég mig ekki alveg sem best, þá verð ég dálítið fúll, en það er gott því þá gerir maður betur næst.

Heill einn lesandi þessarar síðu mætti, góðvinur minn Alli, og má það teljast 100% rýmkun á skilvirkni auglýsinga þessarar síðu. Hljómar síðasta setning ekki eins og einhvurs konar firrtur nútímatalandi? Í alvörunni, hver talar svona?

Og nei vá það er snjór úti! Minns er sáttur við það.

2 thoughts on “Gærkvöldið – Draumalandið”

  1. Hef heyrt frá þér og öðrum að þetta hafi verið ágætur fyrirlestur. Þykir synd að hafa misst af honum. Að mér vitandi eru pápi og Mörður ekkert skyldir nema þá mögulega að þeir séu afar fjarskyldir. Gaf einmitt pápa bókina í afmælisgjöf.

Lokað er á athugasemdir.