Að morgni nætur dauðans

Þreyttur í gær? Nei, þreyttur núna. Kötturinn hélt mér vakandi í alla nótt. Hún æmti eins og Dórótea í skýstróknum og ekki tjóandi við henni. Kannski ekki að furða, sjálfur bjóst ég hálft í hvoru við að ranka við mér í Oz.

Litli bróðir segist svo ekki skilja hvers vegna hann snjói alltaf á þriðjudögum. Hann kann að hafa nokkuð til síns máls.

3 thoughts on "Að morgni nætur dauðans"

 1. Silja skrifar:

  Æi sæta kisa. Ég skal bara eiga hana 😉

 2. Það er eiginlega of seint, ég er nefnilega búinn að frelsa hana. Það gerði ég með því að tússa eftirfarandi utan á hana:
  „Enginn má eiga þessa kisu, hún á að berast um mannhafið eins og flöskuskeyti. Menn mega klappa kisunni en síðan eiga menn að skrifa nafnið sitt aftast og fundarstað og skilja hana síðan eftir á sólríkum og þurrum stað. EF ÞÚ FINNUR ÞESSA KISU Í MANNABÚSTAÐ! TAKTU HANA MEÐ ÞÉR! FRELSAÐU KISUNA!“
  Engin verðlaun fyrir að giska á vísunina 🙂

 3. Silja skrifar:

  Hehe þá ætla ég ekkert að giska..ég veit hvort sem er hvaðan hún er! 😉

Lokað er á athugasemdir.