Á síðdegi morgundags nætur dauðans

Segja má að ferli lógaritmískrar stigmögnunar á fjölda kaffibolla sem þarf til að halda mér vakandi hvern klukkutíma sem bætist við daginn hafi náð hámarki sínu með tilliti til lögmálsins um minnkandi afrakstur, líkt og hröðun steins sem kastað er þráðbeint upp fer minnkandi uns hún er engin og verður loks neikvæð. Fyrir næsta klukkutíma þyrfti ég þannig að drekka könnu af kaffi, fyrir þarnæsta þyrfti ég könnu2 o.s.frv. Með öðrum orðum: Þetta er hætt að borga sig. Ég ætla að leggja mig.

4 thoughts on “Á síðdegi morgundags nætur dauðans”

  1. Ég er ekki viss um að lógaritmíska fallið eigi hér við. Fallið sem þú lýsir er x^2. En hvað veit ég?

  2. Þú ert svo torskilinn stundum Arngrímur. En fyrst þú talar um það, þá dauðlangar mig í kaffi.

Lokað er á athugasemdir.