Fyrir ímyndaðan tíma vinn ég ímyndaða vinnu

Þessi hugmynd er fáránleg. Það að þjóðir Evrópu yfirhöfuð skuli gera þetta er fáránlegt. Verði hugmynd þessa apa að veruleika geta vinnuveitendur ekki átt von á því að ég mæti á ímynduðum tíma í vinnuna. Ég mæti þegar klukkan er átta, ekki þegar Alþingi segir að klukkan sé átta. Þetta er ein þessara hugmynda sem reglulega koma frá alþingismönnum bara til að það líti út fyrir að þeir séu að gera eitthvað, sem er ein af stærstu mýtum samtímans: Þingmenn gera ekki mikið annað en að vera fyrir. Að minnsta kosti þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hvernig er svosem hægt að nýta sólarljósið betur á sumrin, þegar sólarhelvítið fyrst neitar að setjast?

12 thoughts on “Fyrir ímyndaðan tíma vinn ég ímyndaða vinnu”

  1. Ég verð að svekkja þig, klukkan er 8 á íslandi af því Alþingi sagði það þér það síðast árið 1968 hvenær klukkan væri 8. Ég er mjög hlyntur upptöku sumartíma, þó íslenska sumanóttin sé björt þá er dagurinn samt stuttur og með því að seinka hádegi um klukkutíma(við erum hvort eð er búin að seinka um tvo nú þegar) þá gefst færi á að nýta sólarstundir betur að lokinni vinnu. Ég votta þér hér með samúð mína með að hafa öll þessi ár farið að skipan Alþingis gegn eigin vitund en er með lítið ráð handa þér. Ég legg til að þú mætir ætíð tveim stundum áður en hinn lögskipaða tímasetning á sér stað, það er klukkan 6:10 í skólan í stað 8:10 tveim stundum fyrr í próf, fara í 10 bíó klukkan átta og svo framvegis.
    Gangi þér vel með nýjum tímum.

  2. Mjög sérstakt! Hljómar eiginlega einsog eitthvað lélegt grín, eða 40 ára gömul frétt. Það er samt ekkert leiðinlegt að fá meiri sól á sumrin, en að vakna fyrr er alveg vonlaust.

  3. Þessi lög eru stórskemmtileg:
    Lög um tímareikning á Íslandi
    1968 nr. 6 5. apríl
    1. gr.
    Hvarvetna á Íslandi skal telja stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich.

  4. Gunnar.
    Ísland ER á sumartíma. Allt árið. Bjánalegt að ætla að færa hádegið ennþá aftar. Þrælflókið og dýrt að breyta tíma tvisvar á ári. Löngu sannað að þetta skilar engu þar sem þetta er gert, aðeins tregða gerir það að verkum að þessu er ekki breytt til baka. Sama tregðulögmál og gerir það að verkum að Bretar keyra enn vinstra megin á vegi og erfitt er að taka upp metrakerfi. Þvuh.

  5. Var ekki nóg að Vilhjálmur Egils eyddi stórum hluti þingferils síns í þessa vitleysu? Þurfum við annan Sjálfstæðisþingmann sem hefur ekkert betra að gera en þetta?

  6. Við erum ekki á sumartíma því í því felst að færa klukkuna framar en hún er að vetri, við erum aftur á móti með afbrigðilegan tíma allt árið þar sem ísland ætti að vera tveim tímum framar, en getum ekki sagt að við séum á sumartíma 😉 Ég spyr bara af hverju er það dýrt og flókið að skipta? Ég fyrir mitt leiti væri alveg til í að losna úr vinnunni klukkutíma fyrr gegn því að þurfa vakna í smá rökkri.

  7. Hinn augljósi tilgangur þessa frumvarps er að losna við baráttudag verkalýðsins sem Íhaldið hatar eins og pestina. Hitt er bara skraut og flúr.
    Hverjum væri ekki sama þótt uppstigningardagur væri fluttur?

  8. Mér finnst ekkert að því að færa hátíðisdaga til og frá eftir hentugleika. Núna er t.d. búið að færa sjómannadaginn aðeins aftar, og ekki kvarta sjómenn yfir því. Sjómenn vilja meira að segja færa um nokkra mánuði til að hann stangist ekki á við úthafskarfavertíð. Mér finnst bara mjög sniðugt að færa hátíðisdaga upp ap helgum svo að þeir nýtist betur og verði til langar helgar. Alveg með ólíkindum að kvarta yfir svona hlutum. Það er margt vitlausara í gangi á Alþingi heldur en þetta.

  9. Ekki kvarta ég yfir því þótt menn vilji færa til einhverja frídaga. Fínt ef tilfærsla á sjómannadegi kemur sjómönnum vel, það er jú dagurinn þeirra. En til hvers í ósköpunum að breyta klukkunni?

  10. hártogun, Gunnar, hártogun 😀 Við ættum að vera tveim tímum aftar, ekki framar. Þú sérð það á því að hádegi hjá okkur suðvestanlands er klukkan hálftvö í stað eðlilegs tíma klukkan tólf, en þessir álfar vilja færa það til hálfþrjú á sumrin.
    Kostnaðurinn við tímabreytingu tvisvar á ári (fyrir utan rugling hjá fólki sem mætir of snemma/seint í vinnu (já, ótrúlega margir sem ruglast, sumir gleyma, sumir snúa við og mæta tveim tímum fyrr í stað klukkutíma seinna) felst að ég helst fyrst og fremst í umstöflun samgöngukerfa. Kannski ekki svo slæmt hér á landi.
    Ekki yrði ég annars hissa þó kenning Sverris væri rétt…

  11. Svo má geta þess að lagagreinin sem Gunnar vitnar til mun hafa verið samþykkt einmitt þegar sumartími var afnuminn á Íslandi.

Lokað er á athugasemdir.