Lífið er skrítið. Maður veit aldrei hvað hver nýr dagur ber í skauti sér. Enn sem komið er ætlar þessi dagur að vera grár og viðburðalítill. Því bíð ég við símann eftir góðum fréttum. Það er orðið of langt síðan ég fékk góðar fréttir.
5 thoughts on “Vaknað í auga stormsins”
Lokað er á athugasemdir.
Þetta hefst allt.
Það er mánudagur í páskafrí sem er ekki frí heldur bölvaður ósómans upplestrartími fyrir ennþá bölvaðari ósómans próf. Held að deginum sé ekki ætlað að vera annað en grár. En með hækkandi sól og fækkandi prófum hlýtur þetta að hafast og góðar fréttir búa handan við hornið. Annars er ég frekar sár að þú mættir ekki í afmælið mitt um helgina Arngrímur kær! Kannski boðið hafi ekki borist..
Ég fékk það ekki. Var einmitt soldið sár sjálfur því ég hélt mér hefði ekki verið boðið …
Ertekkað grínast, fokkins vit.is.. Fyrirgefðu, þér var boðið.
Það er allt í lagi. Annars hef ég sjálfur brennt mig á vit.is. Óáreiðanlegt leiðindadæmi.