Ég hef ekkert gert í dag utan að skrifa grein á Múrinn. Samt á ég eftir að skila sex einnar blaðsíðu verkefnum, þriggja blaðsíðna ritgerð, heimaprófi í listasögu (það er sko ekkert djók) og læra undir listasögupróf sem ég þarf að sannfæra Brynju Vals um að leyfa mér að taka. Hún setti það skilyrði að ég semdi henni ljóð þar sem henni væri lýst sem íðilfagurri gyðju. Mín verður ánægjan.
Jú, eitt annað hef ég svosum gert, ég hef verið að reyna að átta mig á Háskólasíðunni. Allt gæti þetta þess vegna verið á fokkíng hebresku. Ég hef ekki hugmynd um hversu marga áfanga ég get valið á einni önn og þeim hjá Háskólanum virðist ekki geta verið meira sama. Svo fann ég raunar þessa síðu. Ef það er rétt til getið hjá mér að skammstöfunin ECTS þýði „einingar“ þá er ég klár. Finnst raunar skrítin tilhugsun að þurfa kannski að taka 10 eininga kúrs á einni önn. Er það ekki hálfgerð geðveiki? Þvílíkt tilbreytingarleysi þegar önnin er aðeins 15 einingar!
Held, án þess að ég sé 100% á því, að ein íslensk eining sé 2 ECTS-einingar.
Jamm, önnin er 30 ECTS-einingar en 15 íslenskar einingar.
Aha, ég skil. Þá er þetta ekkert vandamál. Þakkir.
Þá gerir það 67,5 einingar af skyldukúrsum fyrir okkur sem tökum íslensku til 90 eininga. Ætli maður klári ekki 60 einingar af skyldu á fyrstu tveimur árunum og taki því rólega í áhugagreinum þriðja árið þegar ritgerðin vofir yfir. Sounds like a plan.
Síðast þegar ég vissi töldust heimspekileg forspjallsvísindi ekki með í einingunum.
Ég gleymdi að telja þau með, svo það kemur út á eitt.