Þrjú atriði

Fyrsti maí í dag. Ég fer ekki niður í bæ, er of upptekinn til þess, eins og það hefði nú verið gaman að hitta allt liðið. Þau syngja bara Nallann extrahátt fyrir mig.

Fylgist svo með aðfaranótt fjórða maí þegar klukka og dagsetning verða: 01:02:03 04.05.06. Verður þetta táknrænt fyrir endalok okkar? Já, segir Robert Langdon.

Ekkja lést við gröf eiginmanns síns er bifreið hennar rann yfir hana. Hlutirnir gerast ekki mikið svartari en það. Sjá hér.

2 thoughts on "Þrjú atriði"

  1. Ásgeir skrifar:

    Ég skil ekki alveg þenna bíl

  2. Nei, þetta er eitthvað voðalega dularfullt. Hugsanlega táknrænt. Hvað ætli Langdon hafi um málið að segja?

Lokað er á athugasemdir.