Málverk dagsins

Emil og Kári eru svo duglegir við að uppnefna mig rómantíker að mig langar til að deila með ykkur einu raunsæismálverki. Verkið heitir Żydówka z cytrynami og var málað af Pólverjanum Aleksander Gierymski árið 1881. Á íslensku gæti verkið heitið Gyðingkona með sítrónur. Smellið á myndina til að stækka hana (ath. opnast ekki í nýjum glugga).
Myndin er afar falleg í blygðunarlausu raunsæi sínu, hún sýnir hvernig ævi fátækrar götusölukonu endurspeglast í hrjúfu en jafnframt æðrulausu andliti hennar; myndin leitast jafnframt við að gera vergangskonu mannlega á ný, svipta hana miskunnarlausum og óréttlátum stimpli samfélagsins – þegar öllu er á botninn hvolft er þessi kona engu verri manneskja en við hin. Myndin, líkt og aðrar slíkar, felur þó ekki neina sérstaka von í sér um breytingu til hins betra.

4 thoughts on "Málverk dagsins"

 1. Avatar Brynjar hinn spaki skrifar:

  Flott málverk. Gæti allt eins verið ljósmynd, en er samt mjög vel sett upp og segir allt sem segja þarf.

 2. Avatar Binni skrifar:

  Frábær texti með þessari mynd!
  Vertu stoltur af því að vera rómantíker. Það er skortur á þeim nú á tímum.

 3. Ég er það 🙂 Fáránlegt að það þyki orðið skammarlegt.

 4. Avatar Lárus Gauti skrifar:

  Það er bara töff Arngrímur! 😉

Lokað er á athugasemdir.