Daily Archives: 15. maí, 2006

Lesefni heim að dyrum 0

Áðan fékk ég í heimsókn sjálfa ritstýru Tímarits Máls og menningar. Kom hún færandi hendi með þrjú nýlegust tölublöð téðs tímarits, hvers ég er nýjastur áskrifandi að. Nú þekki ég Silju ekki nema af þessum einu kynnum, en þó finnst mér leiðinlegt í framhjáhlaupi að hafa ekki boðið henni inn í kaffibolla, fyrst hún var […]

Pípukaupin í Chania 4

Í ágúst 2003 fór ungur námsmaður í sína fyrstu utanferð í fjórtán ár, til sjálfrar vöggu vestrænnar menningar, Krítar. Það var þar, í bænum Chania, í öngstræti útfrá verslunargötunni skammt frá feneysku höfninni, að ungi maðurinn leit inn í litla, illa merkta verslunarkytru. Það fyrsta sem mætti unga manninum í illa upplýstu rýminu var notaleg […]

Gott í slæmu? 0

Mér skilst að mögulega eigi að færa sjúkraprófin fram á fimmtudag. Það væri nú aldeilis ágætt.