Áðan fékk ég í heimsókn sjálfa ritstýru Tímarits Máls og menningar. Kom hún færandi hendi með þrjú nýlegust tölublöð téðs tímarits, hvers ég er nýjastur áskrifandi að. Nú þekki ég Silju ekki nema af þessum einu kynnum, en þó finnst mér leiðinlegt í framhjáhlaupi að hafa ekki boðið henni inn í kaffibolla, fyrst hún var svo hugguleg að koma til mín í eigin persónu.
En nú á ég semsagt nóg lesefni, ef átti ég ekki fyrir, og rétt eins og fyrir sérhvert sumar hingaðtil sver ég þess nú heitastan eið að lesa meira yfir sumarið en nokkru sinni áður og verða fyrir vikið manna best lesinn á Íslandi o.s.frv. Svo sjáum við til hvernig fer.