Annaðhvort er stutt skegg í tísku eða stjórnmálamenn eru hættir að nenna að raka sig. Dagurinn sem þingmenn mæta órakaðir og þunnir í Metallicabolum verður dagur til að minnast.
Naut alúðlegrar þjónustu kvennanna á nemendaskrá HÍ áðan. Kom þó á daginn að oss busum býðst ansi takmarkað kúrsaval svo myndin sem gefin er hér að neðan er skökk vægast sagt.
Fór post hoc með Kára á Vegamót þar sem drukkinn var bjór í blíðunni. Bjór er stóriðja stúdenta. Emil kom aðeins seinna. Þar var meðal annars rætt um listina og Lafleur og óþarft að taka fram að glatt var á hjalla, auk þess að Konungsbók greddukvæða og hvadfornoget barst í tal. Við erum nefnilega svo gasalega klárir og menntaðir eitthvað. Ja svei mér þá, ef Reykjavík hefur nokkru sinni verið fegurri en í dag!
Á fimmtudaginn verð ég svo geymdur í útlánadeild Kringlubókasafns. Alveg harðbannað að heimsækja mig á fyrsta degi, þegar ég er óreyndur og ótöff.
Nú, ég stóð í þeirri trú að þú værir alltaf töff.
Til hamingju með útskriftina.
Eitt ráð til nýstúdentsins – kondu þér ávallt vel við stelpurnar í Nemendaskráningu HÍ – það borgar sig!
Ég geri alltaf mitt besta til að koma vel fram við fólk, enda skilaði það mér ágætis viðmóti hjá nemendaskrárfraukunum, þvert á óvægnar grýlusögur sem borist höfðu mér til eyrna.
Og jú, það var víst fullmikil hógværð hjá mér að neita því að vissulega er ég alltaf töff, alltof töff. Og takk fyrir 🙂