Sitthvað misgott

Fyrrum vinnuveitendur mínir hjá sænska auðvaldinu ætla að borga mér laun þann 1. júní. Ekki veit ég nákvæmlega hvenær ég vann mér inn þessa peninga, en ég tek því fegins hendi.

Svo hef ég uppfært stjórnkerfi þessarar síðu lítið eitt. Núna get ég gert neðanmálsgreinar ((Og sjá, sköpunarverkið er harla gott.)). Það geri ég af eintómum flottræfilshætti.

Úff, eftir u.þ.b. kortér fer ég með Kisu á dýraspítalann. Mikið kvíði ég fyrir.

4 thoughts on "Sitthvað misgott"

 1. Óli Gneisti skrifar:

  Hvernig uppfærðirðu þetta?

 2. Tja, ég segi bara sisvona. Fékk mér nokkur plugin. Neðanmálsgreinarnar færðu hér.

 3. anna skrifar:

  Hvaða ágæti atvinnurekandi var þetta?
  Nú eru nákvæmlega 10 ár síðan ég hætti hjá besta vinnuveitanda Svíþjóðar og þó víðar væri leitað, en þeir hafa ekki haldið áfram að greiða mér laun þótt ég noti hvert tækifæri til að auglýsa hann.
  (Ég hætti 31. maí 1996 og flutti heim til Íslands)

 4. Arngrímur skrifar:

  Það mun vera IKEA, en nú er einmitt mánuður og dagur síðan ég vann þar handtak, og því furða ég mig á því að heil mánaðarlaun (námsmannalaun, það er) hafi beðið allan þennan tíma eftir að fá að hoppa inn á reikninginn minn.
  Ég hljóp auðvitað strax til að sjá hvar það var sem þú vannst í Svíþjóð. Mikið vildi ég að allir vinnustaðir væru eins og sá sem þú lýsir.

Lokað er á athugasemdir.