Lesið greinina. Skoðið myndirnar, ef það sóðar þá ekki út fallegu húsin ykkar (æ, úps, birti óvart eina!). Skiptir það máli „hver byrjaði“? Skiptir ekki andskotans máli. Stríð er glæpur, gegn öllu mannkyni.
Skrifið undir þessa áskorun. Ég veit að þeir sem geta stöðvað stríðið munu enn síður taka mark á henni en eigin siðferðiskennd og „kristilegu gildum“. En ef allur heimurinn brygðist ókvæða við, hvað haldið þið? Helvítis sinnuleysið er alveg jafn stór þáttur í að draga fólk til dauða þegar ráðamenn ganga af göflunum eins og ráðamennirnir sjálfir. Eða hvers vegna skyldu þeir halda að þeir muni komast upp með þetta? Vegna þess það er alveg rétt hjá þeim?
Lesið svo það sem Svertla hefur um málið að segja. Ha, minnir þetta á eitthvað?