Af veðri og gærdegi

Eitthvað fer lítið fyrir rigningunni sem hafði verið spáð í dag, en nú er mér sagt hann byrji smám saman að þykkna upp með kvöldinu og syndaflóð skelli á saklausum morgundeginum. Ég reyni að nýta mér dýrðina meðan hún varir.

Ég átti afar ánægjulegt gærkvöld í góða veðrinu, þótt stutt hefði verið. Spásséristúr í góðum félagsskap er nokkuð sem gerist helst til sjaldan hjá þessum bloggara.

Í vinnunni í gær var svo mikið að gera að ég las tvo þriðju úr bók milli klukkan eitt og fimm. Lítur út fyrir að ég klári bókina í dag.

2 thoughts on "Af veðri og gærdegi"

  1. Hjördís skrifar:

    Sömuleiðis átti ég gott gærkvöld, eitt það óvenjulegasta og ánægjulegasta í sumar. Vonandi verða þau fleiri meðan enn er sumar.

  2. Arngrímur skrifar:

    Það vona ég svo sannarlega líka. Kannski verða þá kaffiglösin fundin í Uppsölum!

Lokað er á athugasemdir.