Tölti í bæinn um tvöleytið í gær eftir einfaldan Bogart og þrefaldan Robbie Dhu í klaka, þrátt fyrir fögur fyrirheit um allt annað, og hitti svo mikið af fólki að ég er ennþá með harðsperrur í handabandshönd og vörum. Hitti meðal annars fyrrum bekkjarsystur og tókst að gera tvo fylgisveina hennar afar afbrýðisama með kossákinnaflensi og faðmlögum. Sem var bara nokkuð skemmtilegt, kannski upphaf á nýju áhugamáli. Kom loks heim klukkan hálffimm og sofnaði hæglega.
Í morgun vaknaði ég klukkan fimm mínútur í strætó og náði á mettíma að bursta í mér tennurnar og hlaupa hann uppi á Hringbraut, tígulegur sem gasella. Engir timburmenn í vinnunni, bara góða skapið og þjónustulund frá helvíti (í merkingunni ákaflega mikil þjónustulund). Þar til ég fékk mér kaffibolla. Í hálftíma á eftir var ég við það að lognast útaf. Kaffi vill stundum draga það versta fram í manni daginn eftir skrall, en það varir skammt. Álíka og að taka drekka arsenik til að losa blásýru úr líkamanum. Sem er ekki hægt. En kaffið, það setur brag á sérhvern dag. Kraftaverk í bolla. Ójá.
og hver var þessi heppna bekkjarsystir?
hittumst um helgina !!!
-Daníel
Það verður ekki mikill tími til þess, nema þú komir að sjá mig lesa upp á Menningarnótt. Hef ekki mikinn tíma til að skemmta mér, sökum þess og annarra anna.