Starfslok og Menningarnótt

Allt getur þessi maður látið hljóma eins og hin mestu vísindi, þótt hér sé kannski enn fremur um alþýðuspeki að ræða, enda perestaltíkin afar mismunandi eftir hver á í hlut. Sjálfur reyndi ég sem mest að ræða téða perestaltík síðast ég var í útlöndum, en menn gáfust iðulega fljótlega upp á að ræða hana við mig, með meinlegum áminningum á borð við: „Gaur!“ og: „Gerirðu þér grein fyrir að þú ert að tala um … !?“. Enda áreiðanlega eins fjarri því að vera svo andlegir sem Dalai Lama og hægt er!

Síðasti dagurinn í Kringlusafni í dag. Það finnst mér afskaplega leiðinlegt, en ég fékk þó góðar kveðjur með von um frekari farsæld í starfi, helst á safni, jafnvel á sama safni. Það þótti mér vænt um. En við sjáum til á hvaða safni ég hafna.

Annars er hér tilkynning: