Kom aftur í bæinn í gær. Verð að játa að ég var ekkert sérlega feginn að sjá þessa steinkumbalda aftur. Enda þótt ég sé nú orðinn það blankur að ég veit ekki hvernig fer með skólabækurnar … Ferðasagan öll kemur svo von bráðar. Hún verður nokkuð löng.
Vaknaði á réttum tíma og fékk mér tvo kaffibolla og jafnmargar sígarettur í morgunmat. Skólinn er sumsé byrjaður. Fór í minn fyrsta tíma í dag í aðferðum og vinnubrögðum, annað ekki. Ætti að fara létt með þann áfanga. Finnst skemmtilegt þegar kennarinn talar um hvað hægt sé að gjera á njetinu þrátt fyrir
marga annmarka.
Fór þareftir og hitti leiðbeinanda minn í sjálfsnámi í ítölsku hjá Tungumálamiðstöð Háskólans. Líst ekki alveg eins vel á það, gæti verið að ég sleppi því ef það tekur of mikinn tíma, sem mér sýnist á öllu að það muni gera.
Hitti svo ýmsa vini og kunningja í skólanum, þá Bjössa, Þorkel, Sverri og Jón Örn. Ásgeiri hef ég svo um það að kenna að ég mætti óblautur og ógangþreyttur í skólann. Skömm sé honum að því, svo og veðurstofunni fyrir að ljúga að mér í n. skipti.
Svo er fyrsti vinnudagurinn minn í Sólheimasafni á morgun. Ætli vinnan verði ekki líf mitt og yndi í vetur sem endranær.
Sæll Arngrímur . Ég hlakka til að lesa söguna þína á blogginu. Kveðja Auðun