Annað hvort var strætóinn minn í dag útbúinn sérstökum skíðum til að gusa regnvatninu þeim mun betur yfir gangandi vegfarendur, eða vagnstjórinn gerði í því að keyra í förunum. Hvort sem er hlýtur það að skrifast á vagnstjórann.
Fyrir nokkrum árum fannst mér það afskaplega vinalegt þegar vagnstjórar heilsuðust er þeir mættust á leið. Nú upp á síðkastið hef ég þó velt fyrir mér hvort þetta sé ekki að nokkru leyti tilgerðarlegt, a.m.k. er það varla meira en sjálfkrafa viðbragð. Til dæmis virðast vagnstjórar á stofnleiðum heilsa beinlínis öllum kollegum sem þeir mæta, jafnvel yfir margar akreinar. Skyldu þeir allir vera svo góðir vinir?
Sumir vagnstjórar heilsa á móti en brosa ekki. Þeir hljóta að þykja leiðinlegri en aðrir. Sá sem keyrði vagninn minn í dag heilsaði ekki til baka. Þá getur maður spurt sig hvort það verði sérstaklega rætt á kaffistofunni á Hlemmi næstu daga. Ídeal vagnstjórinn hlýtur þá að vera eins og Noddy þegar kemur að því að vinka á ferðinni.
Þetta gera menn undantekningalaust í Þýskalandi, þótt ólíklegt sé að menn þekkist alltaf. Ætli þetta sé einhverskonar alheimsregla vagnstjóra?
Það er nú stóra spurningin, ég varð nefnilega líka var við þetta á Spáni. Ómeðvitaðar siðareglur?