Daily Archives: 18. september, 2006

Snjór í París 0

Heitir smásaga eftir Thor Vilhjálmsson. Í henni er afar steríótýpískur franskur þjónn. En það tengist þessari færslu ekki neitt. Aftur á móti blundar mjög sterkt í mér að fara til Parísar í desember. Þangað hefur mig lengi langað að fara, og mér er sama þótt enginn kæmi með mér.

Stutt bæjarferð 2

„Hey, piltur! Mig vantar hundraðkall upp í pela.“ Ég stóðst ekki svona hreinskilni og gaf honum helming, sem var allt sem ég átti. Þvínæst sagði ég honum aðspurður hvað ég ynni við, og hann svaraði um hæl að enda þótt hann hefði bókasafnskort fengi hann aldrei að hafa með sér neinar bækur. Ég sagði honum […]