Ég samþykkti áðan að halda erindið sem ég minntist á hér að neðan. Í Blaði morgundagsins er svo viðtal við mig, alls ótengt téðri ráðstefnu. Öll þessi athygli er ekki til að bæta úr egósentríkinni.
Jæa, hvað næst? Ætli lífið gangi ekki bara sinn vanagang.
Haustið er að hverfa og veturinn að taka við. Það veit ég af því borgin er að verða grá, sama hvað sólin reynir að skína. Að ógleymdu frostinu. Enn tóra þó laufin sumstaðar, lesist: Alstaðar að því er virðist nema í Vesturbænum.
þú ert bara að slá í gegn, eins gott að venjast því strax!
Nje, ég ætla að gefa því nokkur ár.
um hvað er erindið ?
Stöðu ungmenna á vinnumarkaðnum.
Til hamingju með bókina og viðtalið í Blaðinu í dag. Mjög snoturt.
Kærar þakkir! Og til hamingju sjálfur með skáldsöguna.