Erfitt vakn í dag. Ég er í annað sinn í þessum mánuði að verða veikur. Gamla húsráðið að setja koníak út í te er ekki að virka í þetta skiptið. En nú er að koma helgi. Kannski maður sleppi teinu út í koníakið og voni bara það besta.
Ég er hættur að borga fleiri þúsundir fyrir tíma hjá heimilislækni þegar það er fyrirframgefið að hann sparki mér út fimm mínútum síðar með lyfseðil fyrir pensillíni upp á fleiri þúsundir króna. Reynslan hefur sýnt mér að þegar minniháttar veikindi eiga í hlut, tekur það mig jafnlangan tíma að jafna mig á pensillíni og án þess. Er ekki líka hætt við því að maður verði hreinlega ónæmur fyrir því ef maður hleypur til læknis í hvert sinn sem maður fær hálsbólgu og hita?