Skundaði í skólann í þessu líka hryllilega frosti eftir hálfa andvökunótt og hálfa svona hinsegin þarsem maður sefur. Varð svo var við að einhver gekk á eftir mér, beið með að kíkja þartil ég gekk fyrir hornið. Þá uppgötvaði ég að það gekk enginn á eftir mér, aukamarrið var í skónum mínum. Af því dreg ég þá rökréttu ályktun að skórnir mínir tryggu séu að rifna í tvennt.
Mætti svo í vinnuna, pirraði mig enn einu sinni á ljóðabókaúrvalinu og ákvað svo að senda tölvuskeyti á allan póstlista Borgarbókasafns. Með sem fæstum orðum eru þeir dagar liðnir að ljóðabókum sé fargað á bókasöfnum, af hvaða ástæðu sem það kann að vera. Ég hef sumsé tekið að mér að hirða þær allar, hvert og eitt einasta eintak sem stjórnendur safnanna huga ekki frekara líf. Þetta hyggst ég lesa alltsaman og varðveita fyrir mig og aðra. Öll aukaeintök sem ég fæ er mér að sjálfsögðu bæði ljúft og skylt að gefa þeim sem vilja.
Ég geri ekki ráð fyrir öðru en ég fái heilu ósköpin af bókum. Í það minnsta heilan helling.
Úbbsídú! Hefðir þurft að byrja að vinna hérna ári fyrr…
Nooooooo!!!