Einar Ólafsson, skáld og bókavörður, bað í dag fyrir boð til mín um að ég skyldi hringja í sig. Þegar ég hringdi spurði hann hvort ég væri í þeim bransa að hirða ljóðabækur, það lægi nefnilega dágóð hrúga inni á Aðalsafni sem losna þyrfti við. Minna hefur greinilega ekki mátt muna að ég sendi út tilskipunina. Verður hún héðan í frá kölluð Sólheimatilskipunin. Jæa, fyrsta hlass bíður mín allavega þegar ég mæti til vinnu komandi þriðjudag. Jibbí!
Erfið mánaðamót núna. Afskaplega erfið. Venju samkvæmt skrapp ég í bankann í gær að greiða skuldir mínar. Rétti gjaldkeranum kortið mitt og hún sló mér upp í tölvunni sinni, óskaði mér svo til hamingju með daginn (eingöngu til þess fallið að láta mig fara hjá mér). Svo tók alvara málsins við: Fyrsti reikningur, annar reikningur, þriðji, fjórði. Summa: 108.000 kr. Eftirliggjandi úttektarheimild: 12.000 kr. Gjaldkerinn sá að mér var ekki skemmt. Nei, mér fannst afmælisdagurinn ekki skemmtilegur til þess að gera.
Undantekningar voru allar hamingjuóskirnar sem ég fékk, og lítil kaffihúsaferð með valinkunnu fólki um kvöldið, á kostnað hljóðkerfisfræðiverkefnis. Í afmælisgjöf fékk ég glæpasöguna Meiri bjór. Af því tilefni fékk ég mér meiri bjór.
síðbúnar hamingjuóskir af sjúkrabeðinu… Vona að bjórinn hafi verið góður!
Bjór er ALLTAF góður! Takk fyrir hamingjuóskirnar, og láttu þér batna!
Til lukku með afmælið um daginn
Takk 🙂