Fyrr í dag horfði ég á heimildarmynd um úlfabarnið Genie. Ég held að aldrei fyrr hafi svo margar tilfinningar tekist á innra með mér samtímis. Einhverjir í bekknum grétu yfir myndbandinu. Ég furða mig ekki á því, ég átti ansi erfitt með mig sjálfur. Enda er saga hennar öll afskaplega sorgleg og á köflum hryllileg. Forboðna tilraunin kom hins vegar á hárréttum tíma fyrir málvísindin …
Ég er ekki viss um hversu gömul myndin er, mögulega er hún gerð seint á níunda áratugnum eða snemma á þeim tíunda, en þessi Wikipediasneið kom ekki fram í henni:
At the age of 20 months, Genie was just beginning to learn how to speak when a doctor told her family that she seemed to be developmentally disabled and possibly mildly retarded. Her father took the opinion to extremes, believing that she was profoundly retarded, and subjected her to severe confinement and ritual ill-treatment in an attempt to „protect“ her.
Í myndinni kemur raunar fram að ekki sé vitað hvað föðurnum hafi gengið til, en þessi skýring finnst mér afar hæpin af einni einfaldri ástæðu: Hann skaut sig þegar honum varð ljóst að Genie var sloppin. Það þýðir að hann vissi upp á sig sökina, mannhelvítið vissi upp á hár hvað hann hafði gert barninu sínu.
Eitt í þessu öllusaman er líka alveg á hreinu. Susan Curtiss, málfræðingurinn sem lengst af rannsakaði Genie og hjálpaði henni að læra að tala, skrifaði doktorsritgerð um rannsóknir sínar. Hana ætla ég að lesa.
Ég held að Genie sé ennþá lifandi einhvers staðar, en skiljanlega er stuðlað að því að hún fái nú að vera í friði.
Jújú, hún lifir, og hefur það sjálfsagt eins gott og hugsast gæti.