Ó, Ísafold!

Fór í klippingu áðan. Austurevrópumaðurinn sem klippti mig alltaf er hættur og farinn austur fyrir tjald (skil hann vel) svo ég fékk þessa líka skemmtilegu stelpu og gleymdi mér í samræðum við hana. Svo mjög að ég sagði henni ekki hvorum megin ég skipti hárinu mínu, og hún klippti mig öfugt. Þetta verður eins og að læra að skrifa með vinstri …

Hrafnfundna land, já. Ekki skil ég hvað heldur fólki hérna. Að minnsta kosti er ég farinn ef „frjálslyndir“ komast til valda. Þá mætti mín vegna fara fyrir búendum hér eins og landnámsmönnum í Norðurbyggð á Grænlandi, hinu hrafnétna þjóðarbroti. Sýnist líka á veðrinu að svo gæti allt eins farið. Ég ætla annars ekki að ráðast í deiluna um hvort Magnús Þór eða Jón Magnúss séu rasistar þótt ég hafi mínar skoðanir. Það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er á hvaða forsendum fólk mun kjósa þá. Þeim forsendum að þeir vilji Ísland fyrir Íslendinga. Hrafnfundið land fyrir hrafnelska þjóð.

One thought on “Ó, Ísafold!”

  1. Mér finnst það verra hversu gríðarlegir vindbelgir þetta eru (Magnús og Magnússon) Mennirnir eru óþolandi með öllu. Þeir æla í eyrun mín. Eins og Árni Johnssen á spítti og ekki einusinni hægt að hafa húmor fyrir þeim. Hitt hvort að þeir séu rasistar, varðar mig ekkert um. Íslenska pólitíkurréttrúnaðarkirkjan mun ekkert láta þá komast upp með það.

Lokað er á athugasemdir.