Snemma í kvöld var viðtali við mig útvarpað í þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu. Viðtalið má heyra hér. Bókin hefur hlotið góðar viðtökur kaupenda enn sem komið er og er fyrsti ritdómur væntanlegur á næstu dögum.
Ég hef enn ekki haft færi á að kanna stöðuna í bókabúðunum, en hafi verðið á bókinni enn ekki verið leiðrétt þá vinsamlegast kvartið við viðeigandi aðila, þarmeðtalið mig.
Á föstudaginn þarsíðasta fór ég með hlass af bókum í bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18. Í húsasundi milli Grettisgötu og Laugavegs steig ég á snifsi úr Blaðinu með flennistórri mynd af Þórbergi undir fyrirsögninni: „Var Þórbergur með asperger?“ Í sama blaði tjáði ég mig um jólabækur. Get aðeins vonað að ég fái ekki asperger að mér látnum.
Ég held að Haukur Ingvars hafi farið langt með að tryggja þér viðurnefnið gong-skáldið.
Ég var hræddastur við að fá svona „thing in the engine room“ effekt eins og Stefán Máni, eða sixties-lög eins og Einar Már. Þannig séð var þetta ágætur millivegur.
Innilega til hamingju með bókina. Hún er flott og það sem þú hefur birt hér á blogginu lofar góðu. Ég hlakka til að kíkja í hana og kaupa. 🙂
Kærar þakkir! Ég bíð annars ennþá spenntur eftir að lesendur bloggi um hana.
Já, ég lofa að gera það mjög fljótlega.
Ekki amalegt 🙂