Eftir sex klukkutíma af byltum í sófanum í Odda með doðrantinn Hljóð afréð ég að fara heim. Var líka búinn með kaffiklink (Eyddi um þúsundkalli bara í kaffi). Eyddi næsta klukkutímanum eftir að ég kom heim í að lesa hljóðkerfisfræði, reyndi svo að sofna eftir það en gat það ekki fyrr en seint og um […]
Categories: Námið
- Published:
- 11. desember, 2006 – 23:36
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ókei, Arngrímur, andaðu rólega. Einn kafli eftir. Þú hefur staðið þig vel. Klára pakkann, það er það eina sem er eftir.
Categories: Námið
- Published:
- 11. desember, 2006 – 05:37
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Hér sé annars stemningin, allir uppteknir að læra (eða öskra!), kaffibollar á víð og dreif, svo og hárrytjur og flösukleprar úr höfðum námsmanna. Líkt er og tíminn standi í stað. Það er því miður ekki raunin.
Categories: Námið
- Published:
- 11. desember, 2006 – 00:32
- Author:
- By Arngrímur Vídalín