Ég fordæmi Blogger fyrir að leyfa mér ekki lengur að kommenta á síður með ruslvörn. Ég kommenta þá bara hér í staðinn.
Jú, Grófarhús í Tryggvagötu er vissulega aðalbygging Borgarbókasafns, við hlið Listasafns Reykjavíkur. Hýsir einnig Ljósmyndasafn Reykjavíkur, þar sem ég vænti þess að Nýhilsýningin verði, auk Borgarskjalasafns. Þar dett ég í það með bókavörðum á föstudaginn, svo ég geri ráð fyrir að geta slagað gegnum sýninguna í leiðinni.
Hvað sem flissi svo annars líður fannst mér Blockrocking Beats-pælingin vel verðskulda fliss. Ég flissaði sjálfur. Fliss er gott, eins og komið hefur fram.