Tunglið

MánaskinVesturbærinn er sérlega íslenskur staður sé miðað við hina hluta Reykjavíkur. Það er mjög sérstaka stemningu að finna hérna í engu skjóli frá norðanáttinni, í námunda við höfnina, innanum veðurbarin hús meðfram sjávarsíðunni og litlar götur sem norðurljósin lýsa upp í hvívetna. Það er mjög gott að ganga hérna um, litast um, skoða.

Á slíkri göngu álpaðist ég niður að bryggju hjá slippnum. Tunglið var svo lágt á lofti að hefði það verið lægra hefði Esjan yfirskyggt það. Og það var stórt, hjálpi mér. Hafið maraði fullkomnlega stillt í höfninni fyrir utan einstaka gáru frá bryggjustólpunum, og tunglið endurspeglaðist tvöfalt að stærð í leginum, meðan bátarnir sváfu undir stjörnunum rólega vaggandi. Norðurljós skinu undan skýjum við og við, freri á jörð.

Ég greip andann á lofti, svo mögnuð var tilfinningin. Og meðan ég hugsaði um framliðna sjómenn skaut upp í huga mér ljóði, sem mjög svo kaldhæðnislega er úr tölvuleik, ó vei hinni 21. öld. Ljóðið ber engan titil, en það mun vera samið af Tim Schafer. Leikurinn heitir Grim Fandango.

It shone, pale as bone
As I stood there alone
And I thought to myself how the moon,
That night, cast its light
On my heart’s true delight,
And the reef where her body was strewn.

2 thoughts on "Tunglið"

 1. Kristján skrifar:

  Enn ein ástæðan fyrir að ég þarf að tékka á þessum leik.

 2. Einar Steinn skrifar:

  Uppáhalds tölvuleikurinn minn, ásamt kannski Civilization (þá helst eitt og 2).
  Og já, flott ljóð.
  Manny: „So what’s up with airline food?“
  Beatnick: „Is he trying to be funny?“
  Manny: „I mean… it’s so small… and not that good“ 🙂

Lokað er á athugasemdir.