Ég lýsi yfir að dagurinn í dag er sá dagur sem fellur á milli daga og er því ekki dagur í neinum skilningi. Þess vegna hlusta ég á In Between Days með Cure. Fann snert af eilífðinni á Brennslunni sem nú er yfirborðslaus á yfirborðinu, en það var kannski stundarbrjálæði. Enda eilífðin ekki til í eiginlegum skilningi, aðeins gæsin sem grípa þarf á stundinni.
Á leiðinni heim var svo enginn á ferli, aðeins kuldi og þögn eins og vera ber í janúar.
Ímynda mér að í framtíðinni verði lagðar kaldavatnsleiðslur til að snöggfrysta heiminn þegar heimurinn er hættur að snúast og vera kaldur, svona svo fólk þurfi ekki að hætta að skauta og lifa áhyggjulausu lífi undir stjörnubjörtum himni með elskunni og þykja lífið og heimurinn fallegur saman. Hljóðfráar þotur með slæður simjúlera norðurljósin, breytt heimsmynd á álöld.
Svo sá ég kött sem var vaxinn eins og sauðnaut. Jón Örn er hinsvegar meira svona eins og prímati, jafnvel mennskur, á stundum. Sér í lagi þegar hann borgar fyrir mig kaffibollann sem ég starði dauðann ofaní í stundarbrjálæði á Brennslunni.