Breytingar

Þeir sem vilja sjá gamla Sólheimasafn – þ.e. eins og bókasafn en ekki eins og plasthylki – hafa mánuð til að gera það núna, upp á dag. Eftir það verður því breytt til hins verra.

Þessari síðu verður sömuleiðis breytt, líklega í kvöld, en ég veit að þær breytingar verða til hins betra. Enda er ég alvitur þegar kemur að breytingum.