Í gærkvöldi brugðu íslenskunemar sér í Reykjavíkurakademíuna. Þar var mikið stuð eins og vænta mátti og eftir því erfitt að vakna klukkan níu í morgun. Kaffi og skyr varð ofaná fremur en skyr og kaffi í fjölbreyttu úrvali mögulegra morgunverða á heimili mínu í Vesturbænum.
Þar sem gæði strætósamgangna þaðan standa í öfugu hlutfalli við vegalengd á laugardögum var ég genginn þvert yfir Nýlendugötu út í strætóskýli kortér yfir tíu. Svona í framhjáhlaupi má taka fram að mér finnst Nýlendugatan sérstaklega skemmtileg; hún minnir svo skammarlaust á að eitt sinn var Reykjavík ekki nema sjávarþorp. Mér finnst sjávarþorp frábær. Hvað um það, vagninn lét ekki á sér kræla fyrr en kortér í ellefu.
Um hálftólf er ég búinn að læðast framhjá ógnvænlegum gæsunum, kominn inn á bókasafn, búinn að laga mér kaffi, kveikja á öllum tölvum o.s.frv. þegar ég spyr mig hvort svo fari mögulega sem horfi að ég neyðist til að opna safnið upp á eigin spýtur. Með öðrum orðum: Hvar er stórskotaliðið? Nújæa, fyrir örskotsstundu hætti mér að lítast á blikuna og var í þann veginn að hrynda upp dyrunum, þegar ég uppgötvaði í mæðu minni að safnið opnar fjandakornið alls ekki á hádegi, heldur klukkustund þareftir.
Fjandans auli getur maður verið. Nú er ég búinn að slokra í mig öllu því kaffi sem ég get drukkið, búinn að blaða í öllum blöðum svo og ársskýrslu safnsins og hef bókstaflega ekkert að gera. Ég er þó Í ÞAÐ MINNSTA búinn að ganga frá öllu nauðsynlegu, og það ríflega tímanlega … Ætli maður gluggi ekki bara í bók?
Við VERÐUM að fara að hittast,ömurlegt að ég skyldi ekki hafa heilsu í að tónlistast um helgina.
En ég fann allavega mynd af þér:
http://www.123.is/silja/upload/trems/aggiwaits.jpg
It´s uncanny!!
Vá. Pældu í að moka fullt af drasli út í flóann þangað til það er komin eyja og kalla síðan eyjuna Arngrímsey.
Mér finnst það sniðugt.
…
Hey, ég fór í ferðalag í gær og sjáðu hvað ég fann!
http://farm1.static.flickr.com/108/365806516_a9f2b357b4_b.jpg
Nykur?