Daily Archives: 24. janúar, 2007

Orð dagsins 2

Er rosmhvalur, í tilefni af þessari frétt. Forliðurinn rosm á sér hliðstæður bæði í nýnorsku (rossmal/rossmar) og gamalli dönsku (rosmer), og rekur ættir aftur til fornháþýska orðsins ros(a)mo, sem merkir ‘rauður eða rauðbrúnn litur’ samkvæmt Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal, og vísar því til litar rostungsins. Forliðurinn rost í því orði er kominn úr norsku og ber […]