Þessi vika er vika bókarinnar. Þá er kominn tími til að hafa áhyggjur af námsframvindu. Ef bókmenntaritgerðin er ekki kláruð fyrir fæðingardag Kiljans og Shakespeare (og dauðadags þess síðarnefnda), og próflesturinn ekki vel ríflega hálfnaður, þá er illt í efni. Hálfkaldhæðnislegur deadline.
~
Ég tefli einnig á tæpasta vaði í öðrum skilningi. Með dags millibili hef ég óumbeðinn talið upp í partíi það kvenfólk sem gagnkynhneigð vinkona mín myndi sofa hjá, og tjáð annarri vinkonu minni að verði vissum skilyrðum fullnægt muni ég fremja á henni grindardráp. Ég mun aðeins ganga lengra héðanaf.
~
Þrjár flugvélar hafa nú svifið yfir húsið í aðflugi síðastliðnar fimm mínútur og mér finnst ég þegar búa við La Guardia. Ég er búinn að pakka kettinum inn í eldvarnarteppi og bíð með Dauða Ásu tilbúinn í græjunum, á hæsta styrk. Í því tilfelli að næsta vél geri sig of heimakomna.
Bara stuð hjá þér sem sagt.
Roknastuð. Hefði þó betur pakkað einhverju öðru en kettinum inn í eldvarnarteppi, þegar litið er til þess sem varð daginn eftir.