Sumum finnst að það ætti helst að segja þessum unglingum að sjoppur séu ekki félagsmiðstöðvar. Mig grunar að það sé rangt í tvennum skilningi.
1. Unglingar eru lengur í sjoppunni en í skólanum einmitt af því að sjoppur eru ekki félagsmiðstöðvar. Ef barnið þitt sækir félagsmiðstöð eru líkur til að það sé plebbi.
2. Sjoppur eru bara samt félagsmiðstöðvar, það sést á útkomunni fremur en markmiðinu. Það stangast í engu á við argúment 1. Auk þess er áratugahefð fyrir þessu. Svo skal enginn segja mér að Smáralindin sé ekki stærsta frístundaheimili á Íslandi.