Skálda- og útgáfufélagið Nykur efnir til upplestrar á Menningarnótt, þann 18. ágúst næstkomandi. Meðal annars mun Sigurlín Bjarney Gísladóttir lesa uppúr nýútkominni bók sinni, Fjallvegum í Reykjavík, sem þegar hefur hlotið góða dóma. Auk hennar munu ýmis skáld, yngri sem eldri, lesa uppúr verkum sínum, jafnt ljóð sem prósa.
Nánari upplýsingar má nálgast hér:
http://blog.myspace.com/index.cfm?fuseaction=blog.view&friendID=116107008&blogID=299468423