Satie

Það er sammerkt með mörgum snillingum sögunnar að þeir voru ekki metnir að verðleikum tímanlega. Nú veit ég ekki hvort maðurinn spilaði svona hryllilega á píanó, en ég fullyrði að engum sem hefur hlustað á Gymnopédíur Saties myndi láta sér detta í hug að segja hann „klaufalegan þó fágaðan tekníker“. Sá sem sagði það hafði heil 23 ár til að hlusta á þær (16 ár til að hlusta á heildarverkið, ef miðað er við útgáfutíma 2. Gymnopédíu). Af því ætla ég að hann hafi verið fáviti. En við getum ekki öll verið fullkomin.

Annars óskast þýðing á þessu furðulega orði. Mér skilst að líklegasta túlkunin sé einfaldlega Dans, en fyrsti hlutinn og jafnframt sá þekktasti er einmitt áþekkur valsi. Sjálfur sagðist hann vera gymnopetisti en ekki tónskáld, sem gæti þá þýtt kóreógrafer. Einnig mun hann hafa kallað sig fónómetríker, sem Wikipedia segir að merki þann sem mælir og skráir hljóð. Hvað ætli Kristjáni Árnasyni þætti um það?

2 thoughts on “Satie”

  1. Ég held að þetta orð þýði „nektarmennt.“
    Mig minnir að þetta orð hafi verið notað yfir dans sem ungmenni dönsuðu við opnunarhátíð Ólympíuleikanna hinna fornu.

Lokað er á athugasemdir.