Áðan skrapp ég í IKEA og var í tvígang spurður hvort ég hefði ekki hugleitt að koma aftur til starfa. Þegar ég sagðist vera ánægður á bókasafninu uppskar ég sama svar í bæði skiptin: Jaaaá, alveg rétt. Þú varst alltaf svo mikið fyrir svoleiðis! Gekk ég út án stóráfalla fyrir budduna og þykist ég nú eiga allar nauðsynjar líkt og fyrri daginn. Þó gleymdi ég að kaupa það sem rak mig þangað til að byrja með og ég get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað það var.
Fyrir utan sænsku velferðarkeðjuna – velferð í flötum kassa eru kjörorð þeirra – rann upp fyrir mér að ég hafði gleymt að skrúfa upp bílrúðuna, og tortímdust glósublöðin í rigningunni. Sannlega er ég meistari. Eigi að síður var notalegt að keyra inn í Hafnarfjörðinn með kristaltært rigningaloftið leikandi um bílinn meðan vatnið gufaði upp af glósunum undir léttum hita miðstöðvarinnar. Eins og lítið vor bara fyrir mig.
Lauk ég dagsferðinni á að koma við í sjoppu nokkurri , hvar ung stúlka hélt skimandi tófu sinni undir handarkrikanum. Bað hún um pylsubrauð með öllu nema hráum. Þvínæst fóðraði hún tófuna. Margt er í heimi hér.
Það var pottþétt OMSORG skóhorn sem þú ætlaðir að kaupa sko…
Tófa=smáhundur?
Það er nú það, ég var ekki viss hvort hún hefði rænt þessu úr húsdýragarðinum og sett á það hárlengingar.
000.646.62
HAHAHA nú er ég forvitin-leit það svona út? http://www.puppyparadise.com/Breeds/pomeranian.gif
Oh, Silja var á undan mér með Omsorgið! haha! :Þ
Ójá, þarna er kykvendið ljóslifandi komið.
Alli: 000.646.62
Oh,Pomeranianhundar eru svo sætir! Alltaf eins og þeir séu brosandi. Þú mátt alveg búast við því að rekast á einn svona á mínu framtíðarheimili sko 🙂
Já Alli,datt þér líka Omsorg í hug? Ef ég heyri IKEA+Aggi,þá sé ég alltaf þetta helvítis skóhorn fyrir mér!
Við elsta dóttur mín sættumst á það fyrir nokkrum árum að kalla dýr af þessu tagi einfaldlega blunda(þ.e. spendýr í kápum eða töskum sem ýmist líta út fyrir að vera blanda af hundi og rottu, hundi og tófu eða hundi og hnykkli). Þetta kom til af því að ég gat ekki með nokkru móti fengið mig til að kalla þá hunda, en henni fundust þeir sætir og þurfti orð til að geta bent mér og öðrum fjölskyldumeðlimum á „blunda“ á förnum vegi.
Ég kalla þetta „hrottur“ með miklum andstyggðartón.
„Alli: 000.646.62“ eru þetta hnyt? Eða varstu að vitna í vers? hehe
Jæja góði! Og þú sem gerðir stólpagrín að mér í fyrra fyrir að eiga viðskipti við sænsku stórverslunina…
Ég er líka mikið að spá í þessu 000.646.62. Búin að gúggla og allt-hvað er þetta?!
Þetta minnir á IP tölu… nema tölurnar eru of háar og það vantar fyrstu rununa. Kanski er þetta eitthvað sem ég á að kveikja á en er ekki að fatta hehe.
Nú, ég man ekki eftir að hafa gert grín að þér Harpa mín … en hvað get ég sagt, enginn er fullkominn 🙂
Krakkar, ég hélt þið hefðuð meiri spæjaragen í ykkur en þetta. Prófið að slá 000.646.62 inn í leitargluggann á ikea.is. Vöruheitið er rangt stafsett raunar.
Annars styð ég tillögu Jóns Yngva. Silja, ef þú færð þér blund, þá er ég ansi hræddur um að ég neyðist til að snyrta hann, bara til að sjá hvort þau í Húsdýragarðinum sjái muninn.
ÖSS Arngrímur,þetta segir allt sem segja þarf um mín frábæru spæjaragen-það fyrsta sem ég gerði var að fara á ikea.is og slá þetta inn þar-kom ekkert upp! Það var ekki fyrr en eftir það sem ég gúgglaði.
Og ég mun auðvitað snyrta kvikindið,en ekki of mikið samt,því loðnari sem þessir hundar eru,því sætari 🙂
Bíddu..heitir það ekki OMSORG? Var að fletta því upp og fann líka ORMSOG!
Mér finnst OMSORG best því það þýðir umhyggja,og hvað er betra nafn á skóhorn en „umhyggja“?
Ég held ég hafi aldrei kommentað jafn oft á eina færslu á internetinu…
Sé það núna að punktunum þarf að sleppa til að slá upp strikamerkinu. Taktu annars eftir að ég sagði í fyrri athugasemd að nafnið er vitlaust skrifað. Ormsog er einmitt full grafískt fyrir minn málskilning.
Passaðu þig annars á því þegar þú talar um að „snyrta kvikindið“, það gæti misskilist.
En ef þú vilt endilega tala við mig um skóhorn, komdu þá heldur á msn! 🙂
HAHAHAHAHAHAHA
ég elska þig Arngrímur Vídalín.
Hahaha það er svosem alls ekki galið að kalla svona rakka tófu.