Rannsóknir á hvítusvipmótun

Ég mæli með því við alla að kynna sér hvernig þeir geti átt beinan þátt í að rannsaka lækningu á krabbameini, parkinsons o.fl., án þess að gera neitt. Gunnar J. Briem bendir á forrit sem hægt er að sækja, sem nýtir vinnsluminni sem annars færi forgörðum, til þess að vinna úr gögnum sem það sækir yfir netið. Mér fannst ekki stætt á öðru en að sækja forritið og leggja mitt af mörkum, og ég mælist eindregið til þess að þið gerið það líka.

One thought on “Rannsóknir á hvítusvipmótun”

  1. Ah, ég var með svipað forrit í dálítin tíma sem að nýtti ónotaðan hluta tölvunnar til þess að vinna úr gögnum frá SETI geimrannsóknunum.
    Ég mæli ekki með því að þetta sé notað á fartölvur nema þá helst rétt á meðan þær eru tengdar í rafmagn. Álagið á örgjörvann er gífurlegt og 5 tíma rafhlaða er búin á innan við einni klukkustund ef maður gleymir að aftengja þetta. (kom mér í bobba nokkrum sinnum í skólanum áður en ég gafst upp á þessu).

Lokað er á athugasemdir.