Helgin – burtför

Þá er Nýhilhátíðin afstaðin, ef ég þyrfti ekki að pakka og klára verkefni fyrir skólann væri ég hins vegar á leiðinni til Stokkseyrar í fáránlega fínan mat með restinni af liðinu. En það er svo sem nóg af slíkri bóhemíu á Ítalíu.

Yfir helgina hef ég eignast nokkrar nýjar bækur sem ég get glaður tekið með mér til fyrirheitna landsins, þá ekki síst blótgælur frænku minnar og Wide Sleep For Lepidopterists eftir Angelu Rawlings.

Mikið óskaplega er ég ánægður með helgina, og mikið óskaplega hlakka ég til að yfirgefa sker og skríl. Þakkir mínar færi ég Viðari Þorsteinssyni og öðrum þeim sem stóðu að hátíðinni fyrir að bjóða mér. Svo og skáldunum öllum, ýmsum og margvíslegum sem þau voru. Ykkur hin sé ég seinna, au revoir!

8 thoughts on “Helgin – burtför”

  1. Góða ferð til Ítalíu!
    (kveðjur frá Jóni og Kristínu í þynnkunni)

  2. Góða ferð og góða skemmtun!
    Ég skal gauka eitthverju gotteríi að kisunni á meðan þú ert í burtu… Má hún fá harðfisk? 🙂

Lokað er á athugasemdir.